Nýtt lyklafrumvarp Ólafur Ísleifsson skrifar 31. október 2018 08:00 Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjölskyldur eftir hrunið gegn því að vera linnulaust sóttar af fjármálastofnunum til greiðslu eftir að hafa misst heimili sín. Að minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur hafa verið hraktar af heimilum sínum frá hruni, hafi viðkomandi fjölskyldur ekki gefist upp strax. Farið þrautagöngu til umboðsmanns skuldara og síðan beðið um gjaldþrot. Í framhaldinu verið varnarlaus án möguleika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lokaðar dyr. Ef til vill lausn margra að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veikindi og örorku til þessa? Hvers vegna brugðust alþingismenn gagnvart þessari vá og samþykktu ekki eitt af þessum lyklafrumvörpum, til að gefa frelsi frá áframhaldandi nauðung í innheimtu frá föllnum bönkum? Þrjú þúsund einstaklingar hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsund. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa enn engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.Nýtt lyklafrumvarp Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda lausn, til að fyrirbyggja að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átt hefur sér stað frá hruni og ekki sér fyrir endann á. Höfundur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna með stuðningi þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum lagt fram lyklafrumvarp til varnar heimilunum. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðið að baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta falli öll á herðar lántakaEfni frumvarpsins Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda og leiða til þess að samningur um fasteignalán glatar veðtryggingu í fasteign. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Lögfest verði eins konar efndaígildi (lat.: datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði hafa lengi þekkst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og hafa frá fjármálahruni rutt sér til rúms víða í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ísleifsson Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjölskyldur eftir hrunið gegn því að vera linnulaust sóttar af fjármálastofnunum til greiðslu eftir að hafa misst heimili sín. Að minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur hafa verið hraktar af heimilum sínum frá hruni, hafi viðkomandi fjölskyldur ekki gefist upp strax. Farið þrautagöngu til umboðsmanns skuldara og síðan beðið um gjaldþrot. Í framhaldinu verið varnarlaus án möguleika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lokaðar dyr. Ef til vill lausn margra að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veikindi og örorku til þessa? Hvers vegna brugðust alþingismenn gagnvart þessari vá og samþykktu ekki eitt af þessum lyklafrumvörpum, til að gefa frelsi frá áframhaldandi nauðung í innheimtu frá föllnum bönkum? Þrjú þúsund einstaklingar hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsund. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa enn engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.Nýtt lyklafrumvarp Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda lausn, til að fyrirbyggja að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átt hefur sér stað frá hruni og ekki sér fyrir endann á. Höfundur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna með stuðningi þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum lagt fram lyklafrumvarp til varnar heimilunum. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðið að baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta falli öll á herðar lántakaEfni frumvarpsins Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda og leiða til þess að samningur um fasteignalán glatar veðtryggingu í fasteign. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Lögfest verði eins konar efndaígildi (lat.: datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði hafa lengi þekkst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og hafa frá fjármálahruni rutt sér til rúms víða í Evrópu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun