Nýtt lyklafrumvarp Ólafur Ísleifsson skrifar 31. október 2018 08:00 Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjölskyldur eftir hrunið gegn því að vera linnulaust sóttar af fjármálastofnunum til greiðslu eftir að hafa misst heimili sín. Að minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur hafa verið hraktar af heimilum sínum frá hruni, hafi viðkomandi fjölskyldur ekki gefist upp strax. Farið þrautagöngu til umboðsmanns skuldara og síðan beðið um gjaldþrot. Í framhaldinu verið varnarlaus án möguleika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lokaðar dyr. Ef til vill lausn margra að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veikindi og örorku til þessa? Hvers vegna brugðust alþingismenn gagnvart þessari vá og samþykktu ekki eitt af þessum lyklafrumvörpum, til að gefa frelsi frá áframhaldandi nauðung í innheimtu frá föllnum bönkum? Þrjú þúsund einstaklingar hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsund. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa enn engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.Nýtt lyklafrumvarp Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda lausn, til að fyrirbyggja að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átt hefur sér stað frá hruni og ekki sér fyrir endann á. Höfundur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna með stuðningi þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum lagt fram lyklafrumvarp til varnar heimilunum. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðið að baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta falli öll á herðar lántakaEfni frumvarpsins Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda og leiða til þess að samningur um fasteignalán glatar veðtryggingu í fasteign. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Lögfest verði eins konar efndaígildi (lat.: datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði hafa lengi þekkst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og hafa frá fjármálahruni rutt sér til rúms víða í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ísleifsson Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjölskyldur eftir hrunið gegn því að vera linnulaust sóttar af fjármálastofnunum til greiðslu eftir að hafa misst heimili sín. Að minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur hafa verið hraktar af heimilum sínum frá hruni, hafi viðkomandi fjölskyldur ekki gefist upp strax. Farið þrautagöngu til umboðsmanns skuldara og síðan beðið um gjaldþrot. Í framhaldinu verið varnarlaus án möguleika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lokaðar dyr. Ef til vill lausn margra að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veikindi og örorku til þessa? Hvers vegna brugðust alþingismenn gagnvart þessari vá og samþykktu ekki eitt af þessum lyklafrumvörpum, til að gefa frelsi frá áframhaldandi nauðung í innheimtu frá föllnum bönkum? Þrjú þúsund einstaklingar hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsund. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa enn engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.Nýtt lyklafrumvarp Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda lausn, til að fyrirbyggja að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átt hefur sér stað frá hruni og ekki sér fyrir endann á. Höfundur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna með stuðningi þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum lagt fram lyklafrumvarp til varnar heimilunum. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðið að baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta falli öll á herðar lántakaEfni frumvarpsins Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda og leiða til þess að samningur um fasteignalán glatar veðtryggingu í fasteign. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Lögfest verði eins konar efndaígildi (lat.: datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði hafa lengi þekkst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og hafa frá fjármálahruni rutt sér til rúms víða í Evrópu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar