Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Á húsnæðisþingi í dag kom fram að von sé á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Fjallað verður um þingið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá þingi Norðurlandaráðs sem sett var í Osló í dag. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fund með henni síðdegis. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, er á þinginu og segir okkur helstu fréttir af því í tímanum.

Við ræðum við lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild sem segir minni þolinmæði í þjóðfélaginu nú en áður hvað varðar kynferðislega áreitni en slíkum tilkynningum hefur fjölgað til muna frá árinu 2014.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×