Innlent

„Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu"

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Enginn er óhultur fyrir kjarnorkuvopnum ef Atlantshafsbandalagið breytir ekki stefnu sinni gagnvart slíkum vopnum segir talsmaður samtaka gegn kjarnorkuvopnum. Hann segir NATO-ríki elta Bandaríkin í blindni í afstöðu sinni til kjarnorkuvopna.

Árleg ráðstefna NATO um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna fer fram hér á landi í ár og hófst í gær. Að frumkvæði forsætisráðherra fara einnig fram hliðarviðburðir þar sem afvopnun er sérstaklega til umræðu. ICAN-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir framlag sitt við gerð samnings sem leggur bann við kjarnorkuvopnum. 122 ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu samninginn en aðildarríki NATO, þeirra á meðal Ísland, sniðgengu samninginn.

„Allir skilja að það er gott að veifa stórum lurki til að verja sig gegn óvinum sínum en ef maður hugsar um kjarnorkufælingu í nokkrar mínútur sér maður fljótt að það hafa orðið þúsundir slysa tengd kjarnorkuvopnum, að það er ekki hægt að treysta á skynsemi þjóðarleiðtoga, að það er ekki hægt að greysta á upplýsingar í kjarnorkuþrátefli. Svo kjarnorkufæling gerir engan öruggari og við verðum að losna við kjarnorkuvopnin ef við viljum tryggja að þau verði ekki notuð aftur,“ segir Leo Hoffmann-Axthelm, talsmaður ICAN gagnvart Evrópusambandinu.

Hann segir ákvarðanir Donalds Trump um að Bandaríkin dragi sig úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran og um að rifta INF-samningnum við Rússland gefa til kynna að yfirvöld vestanhafs séu á villigötum.

„Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu. Það þýðir að við ættum að hætta að reiða okkur kjarnorkuvopnastefnu Bandaríkjanna. Eina leiðin til að sendasýnileg merki um að við séum ósammála stefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum er til dæmis að undirrita samninginn um bann við kjarnorkuvopnum sem var gerður 2017 og við hvetjum öll NATO-ríkin til að gera það eins fljótt og mögulegt er,“ Hoffmann-Axthelm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×