Fótbolti

Conte segir nei við Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conte ætlar að taka því rólega í vetur.
Conte ætlar að taka því rólega í vetur. vísir/getty
Maðurinn sem talinn var líklegasti arftaki Julen Lopetegui lengi vel, Antonio Conte, ætlar ekki að taka við liðinu.

Byrjað var að orða Conte við starfið löngu áður en Lopetegui var rekinn. Ítalinn er samningslaus og hefur verið það síðan hann yfirgaf Chelsea síðasta sumar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports finnst Conte þetta ekki vera rétta verkefnið fyrir sig á þessum tímapunkti.

Conte ætlar ekki að taka við neinu liði fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Hann myndi aðeins hugsa sig tvisvar um ef það losnaði staða í vetur sem hann teldi henta sér fullkomlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×