Enski boltinn

Ianni fékk háa sekt fyrir fagnaðarlætin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Öryggisverðir þurftu að grípa inn í á hliðarlínunni á Stamford Bridge
Öryggisverðir þurftu að grípa inn í á hliðarlínunni á Stamford Bridge Vísir/Getty
Marco Ianni þarf að greiða háa sekt fyrir fagnaðarlæti sín eftir jöfnunarmark Chelsea gegn Manchester United fyrr í mánuðinum.

Ianni er einn aðstoðarmanna Mauricio Sarri, knattspyrnustjóra Chelsea. Hann fagnaði gríðarlega þegar Ross Barkley jafnaði metin á 96. mínútu, beint fyrir framan varamannabekk United.

Fagnaðarlætin fóru ekki vel í Jose Mourinho sem missti stjórn á skapi sínu.

Mourinho fékk enga refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir sinn hlut í rifrildinu en Ianni þarf að greiða sex þúsund pund, sem nemur tæpri milljón íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Ianni kærður en ekki Mourinho

Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, verður ekki refsað vegna látanna undir lok leiks Chelsea og Man. Utd um nýliðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×