Handbolti

Aron Rafn í aðgerð vegna botnlangabólgu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Rafn var í íslenska landsliðshópnum sem valtaði yfir Grikki og Tyrki á dögunum
Aron Rafn var í íslenska landsliðshópnum sem valtaði yfir Grikki og Tyrki á dögunum vísir/daníel
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á leið í aðgerð og verður frá í einhvern tíma.

Aron leikur með þýska B-deildarliðinu Hamburg og kom tilkynning á Facebook-síðu félagsins þar sem greint var frá fréttunum.

Þar segir að Aron þurfi að fara í aðgerð vegna botnlangabólgu.

Aron var í íslenska landsliðshópnum í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2020 sem liðið spilaði í síðustu viku. Hann varði mark Íslands nær allan seinni hálfleikinn gegn Grikkjum í Laugardalshöll en spilaði ekkert gegn Tyrkjum ytra á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×