Fótbolti

Guðmundur með mjög mikilvægt sigurmark í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur fagnar marki í búningi Norrköping.
Guðmundur fagnar marki í búningi Norrköping. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Norrköping sem vann 1-0 sigur á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sigurmarkið skoraði Guðmundur á 62. mínútu en hann tók frákast eftir skot David Moberg Karlsson og kom boltanum yfir línuna.

Markið er afar mikilvægt því Norrköping er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er nú í öðru sætinu og er stigi á eftir AIK sem á þó leik til góða.

Tvær umferðir eru eftir af deildinni en Kristján Flóki Finnbogason var ekki í leikmannahóp Brommapojkarna vegna meiðsla. Brommapojkarna er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Björn Daníel Sverrisson og félagar í AGF eru úr leik úr dönsku bikarkeppninni eftir 2-1 tap gegn Næstved á útivelli en Næstved leikur í dönsku B-deildinni.

Björn Daníel spilaði allan leikinn á miðjunni hjá AGF sem komst yfir snemma leiks en tvö mörk Næstved í sitt hvorum hálfleiknum tryggðu þeim óvæntan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×