Handbolti

Barcelona vann sjöunda leikinn og íslensk markaveisla í tapi West Wien

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er ekki mikil mótstaða fyrir Börsunga á Spáni.
Það er ekki mikil mótstaða fyrir Börsunga á Spáni. vísir/getty
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk er Barcelona vann sjöunda leikinn af sjö mögulegum í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Í kvöld hafði Barcelona betur, 42-28, gegn Quabit Guadalajara. Aron skoraði tvö mörk úr fimm skotum en Barcelona er á toppnum með fullt hús stiga.

Í Austurríki rigndi íslenskum mörkum er West Wien tapaði með sjö marka mun fyrir Apla Hard, 27-20, en Íslendingarnir skoruðu samtals fimmtán mörk.

Viggó Kristjánsson gerði átta mörk, Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fjögur og Ólafur Bjarki Ragnarsson þrjú.

Í sömu deild unnu Ísak Rafnsson og félagar í Schwaz Tirol þriggja marka sigur á Margareten, 26-23, eftir að staðan var 14-14 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×