Enski boltinn

Mourinho: Myndi glaður vilja fá Hazard til United

Dagur Lárusson skrifar
Hazard og Mourinho.
Hazard og Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann myndi glaður vilja fá Eden Hazard til Manchester United en Hazard sagði sjálfur í vikunni að hann myndi vilja vinna með Mourinho á nýjan leik.

 

Eden Hazard lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea á árunum 2013-2015 og varð Chelsea meistari tímabiliði 2014-2015 og var þá Hazard algjör lykimaður hjá Mourinho.

 

Mourinho hefur nú tjáð sig um ummæli Hazard og segir hann að hann myndi bjóða Hazard velkominn til United.

 

„Ég myndi glaður vilja fá Hazard til United en ég efast það stórlega að Chelsea myndi nokkurn tímann selja hann til United og þess vegna er þetta ekkert vandamál,“ sagði Mourinho.

 

„Sagan segir okkur það að þegar Hazard er besti leikmaðurinn í deildinni að þá verður Chelsea meistari, það gerðist með mér og það gerðist með Antonio.“

 

„Chelsea er á toppnum núna því hann er þannig leikmaður sem gerir gæfu muninn. Chelsea er stýrt af klárum og reyndum einstaklingum sem myndu aldrei hugsa út í það að selja Hazard til United.“

 

„Hann er mjög almennilegur einstaklingur, við áttum frábært samband og við urðum meistarar saman. Undir minni stórn var hann valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrsta sinn og því held ég að samband okkar muni alltaf vera gott.“

 

Mourinho mun þurfa að láta leikmenn sína hafa góðar gætur á Hazard þegar Chelsea tekur á móti Manchester United kl 11:30 í dag.    

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×