Enski boltinn

Zola: Ég hélt að um grín væri að ræða

Dagur Lárusson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. vísir/getty
Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, sagði í viðtali í gær að hann hafi haldið að um grín væri að ræða þegar Maurizio Sarri hringdi í hann og bauð honum starfið.

 

Eins og vitað er gerði Zola garðinn frægann hjá Chelsea um aldamótin og spilaði hann þar meðal annars með Eið Smára og er hann að mörgum talinn einn besti leikmaður félagsins frá upphafi.

 

Hann segir þó að hann hafi aldrei búst við því að vera boðin þjálfarastaða.

 

„Ég hélt að um grín væri að ræða þegar Sarri hringdi í mig. Ég var mjög hissa, ég bjóst aldrei við þessu. Hann sagði við mig að ef ég hefði áhuga að þá væri starfið mig og ég svaraði að sjálfsögðu játandi.“

 

„Við höfðum aðeins átt tvö önnur símtöl og ég hafði aðeins hitt hann þegar ég tók viðtal við hann fyrir Sky á Ítalíu en við töluðum aldrei um fótbolta eða eitthvað sem tengdist því.“

 

„Það er æðislegt að vera kominn til baka, ég bjóst aldrei við því að vinna fyrir þetta félag á ný, og þá sérstaklega með þjálfara sem mér líkar mjög vel við.“ 

 


Tengdar fréttir

Mourinho: Myndi glaður vilja fá Hazard til United

José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann myndi glaður vilja fá Eden Hazard til Manchester United en Hazard sagði sjálfur í vikunni að hann myndi vilja vinna með Mourinho á nýjan leik.

Mourinho: Ég mun reyna að haga mér vel

Jose Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll í fyrramálið er Man. Utd spilar við Chelsea á Stamford Bridge. Rosaleg byrjun á fótboltahelginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×