Enski boltinn

Birkir spilaði allan leikinn í mikilvægum sigri

Dagur Lárusson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. vísir/getty
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Aston Villa gegn Swansea í Championship deildinni í dag.

 

Aston Villa hefur ekki farið vel af stað í deildinni í vetur og því þurfti liðið á sigri að halda í dag.

 

Liðsmenn Villa byrjuðu leikinn vel og náðu þeir forystunni strax á 8. mínútu og var það Tammy Abraham sem skoraði gegn sínum gömlu félögum.

 

Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og því fékk Aston Villa stigin þrjú. Eftir leikinn er Villa í 13.sæti með 18 stig.

 

West Brom hefur farið vel af stað í deildinni í vetur en þeir töpuðu þó fyrir Wigan í dag og eru eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 24 stig.

 

Það var enginn Jón Daði í leikmannahópi Reading í dag en hann er að glíma við meiðsli eins og vitað er en í fjarveru hans náðu liðsfélagar hans þó að landa mikilvægum 3-1 sigri.

 

Úrslit dagsins:

Blackburn 2-1 Leeds United

Aston Villa 1-0 Swansea

Brentford 0-1 Bristol City

Hull City 1-1 Preston

Ipswich 0-2 QPR

Nottingham Forrest 1-2 Norwich

Reading 3-1 Milwall

Rotherham 1-1 Bolton

Stoke 0-1 Birmingham

Wigan 1-0 WBA

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×