Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við á fund Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands sem haldinn var í Gerðubergi í dag en yfirskrift fundarins var „Skattbyrði og skerðingar.

Fundurinn var opinn og vel sóttur en mikil reiði var í fundarmönnum. Við kynnum okkur efni Arctic Circle sem fram fer í Hörpu þessa dagana en framkvæmdastjóri hjá stofnun Evrópusambandsins segir rannsóknir utan úr geimi vera mikilvægan þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Við hittum einnig bændur í Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjú þúsund heimila með nýrri smávirkjun og kíkjum í Fornleifaskóla barnanna sem hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×