Fótbolti

Rúnar Alex fékk á sig tvö mörk í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar í leik með Dijon.
Rúnar í leik með Dijon. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna venju samkvæmt þegar Dijon fékk Lille í heimsókn í 10.umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Nicolas Pepe kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21.mínútu og Luiz Araujo tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Dijon fékk vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem Mehdi Abeid skoraði úr en nær komust þeir ekki og lokatölur 1-2.

Rúnar Alex og félagar hafa tíu stig eftir tíu leiki sem skilar þeim í 16.sæti deildarinnar.

Annar landsliðsmaður, Kolbeinn Sigþórsson, var ekki í leikmannahópi Nantes sem burstaði Toulouse 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×