Erlent

Loksins komin með byggingarleyfi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eftir að hafa verið í byggingu í meira en 130 ár hefur dómkirkjan í Barselóna, Sagrada Familia, loksins fengið byggingarleyfi. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1882 sem kirkjan fær formlegt byggingarleyfi frá borgaryfirvöldum í Barselóna.

Þetta þýðir að loksins má klára þetta verk sem hefur verið í uppbyggingu frá því fyrir þar síðustu aldamót. Kirkjan er helsta kennileiti borgarinnar og laðar að um 20 milljón ferðamenn á ári hverju.

Áætlað er að framkvæmdir við kirkjuna ljúki árið 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×