Enski boltinn

Emery reyndi að fá Lacazette til PSG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Baneitraðir
Baneitraðir vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, kveðst hafa reynt að fá Alexandre Lacazette til liðs við sig þegar hann stýrði PSG í Frakklandi. Lacazette ákvað frekar að semja við Arsenal sem kemur sér vel fyrir Emery í dag.

„Þegar ég tók við PSG vildum við fá hann frá Lyon. Það er hins vegar erfitt að kaupa leikmann frá Lyon þegar þú ert hjá PSG og öfugt,“ segir Emery.

Þess í stað var Lacazette keyptur til Arsenal í fyrra fyrir tæpar 50 milljónir punda. Hann virtist svo vera að missa sætið sitt í byrjunarliðinu þegar félagið keypti Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund í janúar.

Emery hefur hins vegar hagað leikskipulagi sínu á þann hátt að hann geti notað þá báða en Lacazette hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur, líkt og Aubameyang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×