Enski boltinn

Aroni hrósað í hástert fyrir endurkomuna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Einar átti góðan leik í gær
Aron Einar átti góðan leik í gær vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sneri aftur á fótboltavöllinn í gær eftir að meiðsli höfðu haldið honum fjarri góðu gamni síðan á HM í Rússlandi í sumar.

Hann var í byrjunarliði Cardiff þegar liðið fékk Fulham í heimsókn í nýliðaslag og lék Aron fyrstu 77 mínútur leiksins. Leiknum lauk með 4-2 sigri Cardiff en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni.

Aron Einar fær góða dóma fyrir sína frammistöðu en hann átti góðan leik á miðjunni og lagði upp annað mark Cardiff. Hann fær til að mynda 8 í einkunn hjá staðarmiðlinum WalesOnline auk þess sem Neil Warnock, stjóri Cardiff, minntist sérstaklega á endurkomu Arons þegar hann gerði upp leikinn í samtali við fjölmiðla.

„Gunnarsson var frábær. Ég bað hann um að gefa okkur 65 til 70 mínútur og hann var algjörlega magnaður. Við höfum saknað hans,“ sagði Warnock.


Tengdar fréttir

Aron Einar í byrjunarliði í sigri Cardiff

Aron Gunnar Einarsson var í byrjunarliði Cardiff í fyrsta sinn á leiktíðinni er liðið bar sigurorð á Fulham 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×