Erlent

Líkamsleifar 63 fóstra fundust á útfararheimili í Detroit

Sylvía Hall skrifar
Lögregla að störfum fyrir utan Perry útfararheimilið.
Lögregla að störfum fyrir utan Perry útfararheimilið. Vísir/AP
Líkamsleifar 63 fóstra fundust á útfararheimili í Detroit á föstudag. 36 fóstur fundust í kössum á útfararheimlinu og 27 í frysti eftir að lögreglan gerði húsleit. 

Lögregla rannsakar nú útfararheimilið fyrir slæma meðferð á líkum og fjársvik og hefur því verið lokað. Þá hafa rekstraraðilar verið sviptir leyfi sínu. Lögreglan segir aðstæður hafa verið hræðilegar og að útfararstofan hafi verið ógn við öryggi og heilsu íbúa á svæðinu.

Lögreglan fékk ábendingu um aðstæður eftir að faðir ungabarns leitaði réttar síns vegna útfarar dóttur sinnar sem útfararheimilið átti að sjá um.

Lögreglustjórinn James Craig sagði á blaðamannafundi á föstudag að starfslið hans væri í áfalli eftir að hafa skoðað aðstæður. Hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt á sínum starfsferli sem spannar rúmlega 40 ár.

Þetta er annað málið af þessu tagi á einni viku í Detroit en fyrr í vikunni fundust lík ellefu ungabarna og tíu fóstra á öðru útfararheimili í borginni.

Sjá frétt Buzzfeed um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×