Innlent

Landhelgisgæslan sótti slasaðan skipverja í nótt

Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir skipverjanum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir skipverjanum. Vísir/Vilhelm
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni klukkan eitt í nótt um aðstoð eftir að skipverji á filippseysku flutningaskipi féll í stiga. Áhöfnin á TF-GNÁ var send út til móts við skipið í morgun í samráði við lækni. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði að skipið hafi verið statt suð-austur af Vestmannaeyjum á leið frá Grundartanga þegar slysið varð.

Skipverjinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×