Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er rætt við öldungadeildarþingmann Repúblikanaflokksins sem stödd er hér á landi. Hún segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það gæti reynst erfitt.

Við skoðum ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að segja upp kjarnorkusamningi við Rússland. Yfirvöld þar í landi segja Trump vera að stíga hættulegt skref með ákvörðun sinni.

Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á þinginu um málið.

Og kynnum okkur undarlegt farartæki sem er í annan stað bíll og hins vegar hjól, sem sagt hjóll.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, í opinni dagkrá, á Stöð 2 og Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×