Fótbolti

Liðsfélagi Neymar óskar Real og Barca góðs gengis

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar er kannski ekki að fara neitt
Neymar er kannski ekki að fara neitt vísir/getty
Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos hefur engar áhyggjur af því að landi hans og liðsfélagi hjá PSG, Neymar, sé á förum frá Parísarliðinu.

Ýmsir fjölmiðlar, þá aðallega spænskir fjölmiðlar, hafa verið uppfullir af fréttum um framtíð Neymar undanfarna daga og hafa sumir þeirra gengið svo langt að staðhæfa að Neymar hafi komist að samkomulagi við PSG um að fá að yfirgefa félagið næsta sumar. Hafa þá spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid verið nefnd til sögunnar.

„Ég óska Real Madrid og Barcelona góðs gengis við að reyna að lokka Neymar héðan,“ sagði Marquinhos kaldhæðinn.

„Þið vitið hvernig forsetinn okkar er og hversu góður hann er að vinna með fólki. Hann elskar stjörnurnar í liðinu svo ég sé enga ástæðu fyrir því að Neymar ætti að fara,“ segir Marquinhos.

„Hann hefur sjálfur svarað þessu á samfélagsmiðlum en annars get ég ekki svarað fyrir hann, þið verðið að tala við hann,“ sagði Marquinhos að lokum.


Tengdar fréttir

Börsungar hafa ekki rætt um endurkomu Neymar

Samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi er Brasilíumaðurinn Neymar á förum frá PSG næsta sumar en hann ku hafa gert munnlegt samkomulag við Nasser Al-Khelfari, forseta Parísarliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×