Enski boltinn

Yarmolenko með slitna hásin og frá í hálft ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Meiðslin reyndust alvarleg
Meiðslin reyndust alvarleg vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur orðið fyrir miklu áfalli þar sem búið er að staðfesta að meiðsli Úkraínumannsins Andriy Yarmolenko eru alvarleg.

Yarmolenko þurfti að fara af velli á 40.mínútu í 1-0 tapi West Ham gegn Tottenham á laugardag og hefur nú verið staðfest að hann hafi slitið hásin.

West Ham pungaði út tæpum 20 milljónum punda fyrir þennan 28 ára gamla leikmann sem kom frá Borussia Dortmund og hefur hann verið einn besti leikmaður West Ham í upphafi móts.

Meiðslalisti West Ham er ansi langur og fer Yarmolenko nú í hóp með þeim Jack Wilshere, Manuel Lanzini, Pedro Obiang, Carlos Sanchez, Winston Reid og Andy Carroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×