Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ung kona fannst látin í íbúð á Akureyri í gær. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins en dánarorsök liggur ekki fyrir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um áhuga íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals sem hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns enda geta þeir sem ekki hafa starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár.

Við skoðum einnig aðstæður í Þjórsárdal eftir heræfingu um helgina. Sviðsstjóri hjá Skógræktinni segir hundrað birkiplöntur skemmdar eftir traðk hermanna og mun bjóða utanríkisráðherra að mæta á svæðið til að gróðursetja nýjar plöntur.

Við skoðum ísgöngin í Landjökli sem eru orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar með um fimmtíu starfsmenn, höldum áfram að fylgjast með máli blaðamannsins Khashoggi og skoðum tonn af smámynt sem er hluti af safni Gylfa Gylfasonar safnara. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×