Erlent

Franskur prestur svipti sig lífi eftir ásakanir um kynferðisbrot

Sylvía Hall skrifar
Presturinn svipti sig lífi í sóknarkirkju sinni.
Presturinn svipti sig lífi í sóknarkirkju sinni. Vísir/Getty
Presturinn Pierre-Yves Fumery hengdi sig í sóknarkirkju sinni í bænum Gien eftir að hann var sakaður um kynferðisofbeldi í garð barns undir fimmtán ára aldri. Þetta kemur fram á BBC.

Fumery var 38 ára gamall og hafði starfað sem prestur frá árinu 2014. Hann hafði verið boðaður í skýrslutöku í síðustu viku vegna málsins en honum ekki birt ákæra. Ásakanirnar sneru að óviðeigandi hegðun í garð barna á aldrinum þrettán til fimmtán ára og kynferðisofbeldi.

Þetta er annað málið af þessu tagi á rúmum mánuði í Frakklandi en í september síðastliðnum svipti annar prestur sig lífi í sóknarkirkju sinni eftir að kona sakaði hann um óviðeigandi hegðun og kynferðisbrot í garð fullorðinnar dóttur sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×