Enski boltinn

Özil markahæsti Þjóðverjinn á Englandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Özil fagnar sínu 30.marki í ensku úrvalsdeildinni
Özil fagnar sínu 30.marki í ensku úrvalsdeildinni vísir/getty
Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil leikur á als oddi þessa dagana en hann hefur verið að spila frábærlega fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu.

Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Arsenal vann öruggan 3-1 sigur á Leicester í gær.

Þetta var þrítugasta mark Özil fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins frá Real Madrid sumarið 2013.

Það gerir hann að markahæsta Þjóðverjanum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann lyfti sér upp fyrir þá Jurgen Klinsmann (Tottenham) og Uwe Rösler (Man City, Southampton) sem báðir skoruðu 29 mörk á sínum ferli í úrvalsdeildinni.

Þá er Özil með yfirburðum stoðsendingahæsti Þjóðverjinn en hann hefur lagt upp 51 mark síðan hann kom í deildina. Næstur á þeim lista er Dietmar Hamann með 22 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×