Bayern kláraði AEK í síðari hálfleik en Valencia tapaði stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna marki í kvöld.
Bæjarar fagna marki í kvöld. vísir/getty
Bayern München vann sinn annan leik í röð er liðið vann 2-0 sigur á AEK Aþenu í Aþenu í kvöld en leikurinn var hluti af E-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Markalaust var í hálfleik og tókst gestunum frá Þýskalandi illa að brjóta á bak aftur þéttan varnarmúr heimamanna sem vörðust fimlega.

Eftir klukkutíma leik komust þýsku meistararnir yfir með marki frá miðjumanninum Javi Martinez og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Robert Lewandowski forystuna.

Lokatölur 2-0 sigur Bayern sem er með sjö stig á toppi E-riðils en AEK er á botninum án stiga. Bayern komið með annan fótinn í næstu umferð.

Valencia tapaði dýrmætum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Young Boys á heimavelli í H-riðlinum. Valencia einungis með tvö stig en Young Boys án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira