Vilja friðlýsa vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 16:03 Markarfljót séð frá Stóra-Dímon. Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts Umhverfismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
Umhverfismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira