Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkrahúsinu Vogi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við Örnu Sif Jónsdóttur, móður drengs sem glímdi við fíknivanda, en hún segir að úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hafi fækkað undanfarin tíu ár.

Einnig er rætt við dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem er í drögum að frumvarpi sem nú er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu.

Við rýnum í skýrslu Vegagerðarinnar um slys í umferðinni en Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Við fjöllum um mál blaðamannsins Khashoggi, um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra er varðar nafnleynd í tilteknum dómsmálum og sjáum japanskan skurðarmeistara búta niður 150 kílóa túnfisk, en það tók hann um það bil hálftíma.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×