Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 18:30 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira