Ferðatími til og frá vinnu lengist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag. Meðalfjöldi bíla á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var 1,7 bíll sumarið 2018 en fólk er nú fjórtán mínútur að meðaltali að keyra í vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina. Hún tekir til sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Umer að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð. Alls svöruðu 1385 manns. Bjarni Reynarsson segir að ferðatími fólks hafi aukist mikið síðustu ár. „Ég hef verið að vinna þessar kannanir síðasta áratug fyrir Vegagerðina og meðalferðatími fólks hefur alveg tvöfaldast frá því fyrir hrun,“ segir Bjarni. Í könnuninni kemur fram að vaxandi stuðningur er við umbætur á stofnbrautakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en 52% svarenda var á því en 48% sagði að borgarlína væri mikilvæg fyrir samgöngukerfið. Bjarni segir að efnahagsástand hafi mikil áhrif á umferðarþunga. „Fyrir fimm sex árum dró úr notkun einkabílsins en svo hefur velmegunin verið mikil síðustu ár og mikill innflutningur á bílum svo notkun einkabílsins hefur vaxið töluvert síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Um 6% allra svarenda notaði þessa þjónustu sumarið 2018 sem er nokkuð lægra en sumarið 2014. Bjarni segir að þetta hafi komið á óvart. „Menn eru miklu jákvæðari gagnvart Borgarlínu, þar er svona tæknilegt og spennandi,“ segir hann. Bjarni telur að það muni taka sinn tíma að breyta ferðavenjum hér á landi. „Menn héldu að hægt væri að snúa olíuskipinu á punktinum en þetta tekur miklu, miklu lengri tíma,“ segir hann að lokum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag. Meðalfjöldi bíla á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var 1,7 bíll sumarið 2018 en fólk er nú fjórtán mínútur að meðaltali að keyra í vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina. Hún tekir til sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Umer að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð. Alls svöruðu 1385 manns. Bjarni Reynarsson segir að ferðatími fólks hafi aukist mikið síðustu ár. „Ég hef verið að vinna þessar kannanir síðasta áratug fyrir Vegagerðina og meðalferðatími fólks hefur alveg tvöfaldast frá því fyrir hrun,“ segir Bjarni. Í könnuninni kemur fram að vaxandi stuðningur er við umbætur á stofnbrautakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en 52% svarenda var á því en 48% sagði að borgarlína væri mikilvæg fyrir samgöngukerfið. Bjarni segir að efnahagsástand hafi mikil áhrif á umferðarþunga. „Fyrir fimm sex árum dró úr notkun einkabílsins en svo hefur velmegunin verið mikil síðustu ár og mikill innflutningur á bílum svo notkun einkabílsins hefur vaxið töluvert síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Um 6% allra svarenda notaði þessa þjónustu sumarið 2018 sem er nokkuð lægra en sumarið 2014. Bjarni segir að þetta hafi komið á óvart. „Menn eru miklu jákvæðari gagnvart Borgarlínu, þar er svona tæknilegt og spennandi,“ segir hann. Bjarni telur að það muni taka sinn tíma að breyta ferðavenjum hér á landi. „Menn héldu að hægt væri að snúa olíuskipinu á punktinum en þetta tekur miklu, miklu lengri tíma,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira