Erlent

Veirusmit dró sex börn til dauða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Wanaque-barnaspítalinn í New Jersey.
Wanaque-barnaspítalinn í New Jersey. Skjáskot/Google Maps
Sex börn eru látin eftir að veira breiddist út á barnaspítala í New Jersey í Bandaríkjunum. Tugir barna til viðbótar smituðust og berjast nú fyrir lífi sínu. Barnaspítalanum hefur nú verið lokað og reyna læknar nú að ráða niðurlögum veirunnar.

Veiran sem um ræðir er af mildara taginu og hjá heilbrigðu fólki orsakar hún aðeins vægt kvef. Börnin sem smituðust eiga það hinsvegar öll sameiginlegt að glíma við ýmisskonar sjúkdóma sem hafa lamað ónæmiskerfi þeirra. Mörg þeirra eru í dái eða ófær um að hreyfa sig eða tjá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×