Enski boltinn

Martial ætlar að hafna PSG og Juve

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martial kom til United frá Mónakó
Martial kom til United frá Mónakó Vísir/Getty
Anthony Martial ætlar að hafna tilboðum frá Juventus, Paris Saint-Germain og Bayern München og skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Þetta hefur ESPN eftir heimildum sínum.

Frakkinn verður samningslaus árið 2020, núverandi samningur hans er til 2019 en með möguleika á eins árs framlengingu sem United er sagt ætla að nýta sér.

Forráðamenn United telja orðið nær öruggt að Martial muni skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið samkvæmt grein ESPN.

Martial var mikið orðaður við önnur félög í sumar þar sem hann var sagður eiga mjög slæmt samband við knattspyrnustjórann Jose Mourinho. Hann fékk lítið að spila fyrir United í lok síðasta tímabils og komst ekki í HM hóp Frakka.

Hann hefur hins vegar byrjað þetta tímabil ágætlega og skoraði bæði mörk United í 2-2 jafntefli við Chelsea um síðustu helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×