Allir krakkar og klámvæðingin Anna Bentína Hermansen skrifar 26. október 2018 08:00 Vissir þú að meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ára? Klámefni sem er aðgengilegt öllum á netinu í dag er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og dregur ekki upp raunsæja mynd af kynlífi. 45% stráka í 8.-10. bekk á Íslandi horfa á klám einu sinni í viku eða oftar sem segir okkur að mjög margir strákar hafi séð margfalt fleiri klukkustundir af klámi en þeir hafa fengið af kynfræðslu og umræðu um þessi mál. Í klámi er markaleysi allsráðandi og lítil áhersla á samþykki og heilbrigð samskipti þannig að myndin sem margir strákar fá af kynlífi er ansi skekkt og óraunsæ. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Ennfremur endurspegla frásagnir brotaþola áþreifanlega áhrif kláms. Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk og haft mikil áhrif, t.a.m. á viðhorf til kynlífs, upplifunar á kynlífi, kynverund áhorfandans og viðhorfs til kvenna. Það á enginn rétt á kynlífi – en sá sem heldur það er mjög líklegur til að fara yfir mörk. Á tímum óraunsærra fyrirmynda á samfélagsmiðlum og aukins aðgengis að klámi er mikilvægt að veita mótvægi við því áreiti sem krakkar fá þaðan um kynlíf og samskipti kynjanna. Það er mikilvægt að fræða alla krakka um kynlíf og gera þarf betur þegar kemur að samskiptum og mörkum. Sá sem beitir ofbeldinu er alltaf ábyrgur fyrir því – hins vegar ber samfélagið ábyrgð á því afskiptaleysi sem klámáhorfi unglinga er sýnt. Foreldar eru hluti af þessu samfélagi en þetta er ekki eingöngu þeirra viðgangsefni heldur einnig stjórnvalda, menntakerfisins og almennings alls. Klámvæðing og nauðgunarmenning varðar samfélagið og við verðum öll að vakna og hætta að líta undan! Í dag hefst herferð Stígamóta #allirkrakkar en markmið hennar er að safna fé til að stofna fræðslumiðstöð innan Stígamóta sem sinnir fræðslu og forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Við ýtum herferðinni úr vör með útgáfu leikinnar auglýsingar sem endurspeglar reynslu brotaþola sem leita til Stígamóta. Myndbandið sýnir þroskasögu tveggja krakka og hvernig staðalmyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra. Í lokin er höfðað til foreldra og þeim bent á að allir krakkar geta orðið annað hvort gerendur eða þolendur kynferðisofbeldis. Auðvitað viljum við hvorugt og þess vegna þurfum við að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi! Sendu SMS-ið ALLIRKRAKKAR í 1900 til að leggja þitt af mörkum (kr. 1900) til fræðslu og forvarnarverkefna Stígamóta. Átakið mun ná hámarki fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:40 með fræðsluþætti á RÚV sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Fyrir hönd Stígamóta, Anna Bentína Hermansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ára? Klámefni sem er aðgengilegt öllum á netinu í dag er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og dregur ekki upp raunsæja mynd af kynlífi. 45% stráka í 8.-10. bekk á Íslandi horfa á klám einu sinni í viku eða oftar sem segir okkur að mjög margir strákar hafi séð margfalt fleiri klukkustundir af klámi en þeir hafa fengið af kynfræðslu og umræðu um þessi mál. Í klámi er markaleysi allsráðandi og lítil áhersla á samþykki og heilbrigð samskipti þannig að myndin sem margir strákar fá af kynlífi er ansi skekkt og óraunsæ. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Ennfremur endurspegla frásagnir brotaþola áþreifanlega áhrif kláms. Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk og haft mikil áhrif, t.a.m. á viðhorf til kynlífs, upplifunar á kynlífi, kynverund áhorfandans og viðhorfs til kvenna. Það á enginn rétt á kynlífi – en sá sem heldur það er mjög líklegur til að fara yfir mörk. Á tímum óraunsærra fyrirmynda á samfélagsmiðlum og aukins aðgengis að klámi er mikilvægt að veita mótvægi við því áreiti sem krakkar fá þaðan um kynlíf og samskipti kynjanna. Það er mikilvægt að fræða alla krakka um kynlíf og gera þarf betur þegar kemur að samskiptum og mörkum. Sá sem beitir ofbeldinu er alltaf ábyrgur fyrir því – hins vegar ber samfélagið ábyrgð á því afskiptaleysi sem klámáhorfi unglinga er sýnt. Foreldar eru hluti af þessu samfélagi en þetta er ekki eingöngu þeirra viðgangsefni heldur einnig stjórnvalda, menntakerfisins og almennings alls. Klámvæðing og nauðgunarmenning varðar samfélagið og við verðum öll að vakna og hætta að líta undan! Í dag hefst herferð Stígamóta #allirkrakkar en markmið hennar er að safna fé til að stofna fræðslumiðstöð innan Stígamóta sem sinnir fræðslu og forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Við ýtum herferðinni úr vör með útgáfu leikinnar auglýsingar sem endurspeglar reynslu brotaþola sem leita til Stígamóta. Myndbandið sýnir þroskasögu tveggja krakka og hvernig staðalmyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra. Í lokin er höfðað til foreldra og þeim bent á að allir krakkar geta orðið annað hvort gerendur eða þolendur kynferðisofbeldis. Auðvitað viljum við hvorugt og þess vegna þurfum við að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi! Sendu SMS-ið ALLIRKRAKKAR í 1900 til að leggja þitt af mörkum (kr. 1900) til fræðslu og forvarnarverkefna Stígamóta. Átakið mun ná hámarki fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:40 með fræðsluþætti á RÚV sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Fyrir hönd Stígamóta, Anna Bentína Hermansen
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun