Reiði í Skotlandi eftir að sjónvarpsstjarna skaut villtar geitur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 19:58 Talið er að geitategundin sem um ræðir hafi komið til Bretlandseyja fyrst fyrir um fimm þúsund árum. Mynd/Larysa Switlyk Töluverð reiði ríkir í garð bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Larysa Switlyk eftir að hún skaut villtar geitur á skosku eyjunni Islay og birti myndir af dýrunum á Instagram. Switlyk stýrir sjónvarpsþættinum Larysa Unleashed þar sem hún ferðast um heiminn og fjallar um veiði og veiðitengd málefni. Var hún stödd á Skotlandi á dögunum, nánar tiltekið á eyjunni Islay, sem helst er þekkt fyrir blómlega viský-framleiðslu. Þar mundaði hún byssuna, klædd í feluliti og felldi hún ásamt ferðafélaga sínum villtar geitur sem hafast við á eyjunni. „Náði fullkomnu 200 jarda skoti og náði honum,“ skrifar hún við eina myndina. Þá bætir hún við að hún bjóði upp á veiðiferðir í Skotlandi. Veiðin, sem og tilboð um veiðiferðir, ,virðist hafa ofboðið fjölmörgum íbúum eyjunnar sem og skoska þingmanninum Michael Russel sem segir að þrátt fyrir að það sé ekkert sem banni veiði á geitunum sé framkoma Switlyk til skammar View this post on InstagramBeautiful wild goat here on the Island of Islay in Scotland. Such a fun hunt!! They live on the edge of the cliffs of the island and know how to hide well. We hunted hard for a big one for 2 days and finally got on this group. Made a perfect 200 yard shot and dropped him with the @gunwerks and @nightforce_optics ! ( Good thing too because he could have ran off the cliff into the water). Ever interested in hunting Scotland and doing some whisky tours, email larysa@detailcompany.com ! A post shared by Larysa Unleashed (@larysaunleashed) on Oct 22, 2018 at 8:07am PDT „Að sjá fólk í felulitum með öflug skotvopn fagna því að hafa drepið geit, hvað þá geithafur, er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Russel í samtali við BBC. Sagði hann að fjölmargir hefðu haft samband við sig en Russel er þingmaður héraðsins sem Islay tilheyrir. Segist hann hafa vakið athygli umhverfisráðherra Skotlands á veiðunum til þess að sjá hvað hægt væri að gera í málinu. „Ég tel að þetta sé óæskilegt og ósmekklegt,“ sagði Russel. „Svona er 21. aldar Skotland ekki. Svona er 21. aldar Islay ekki.“ Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Töluverð reiði ríkir í garð bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Larysa Switlyk eftir að hún skaut villtar geitur á skosku eyjunni Islay og birti myndir af dýrunum á Instagram. Switlyk stýrir sjónvarpsþættinum Larysa Unleashed þar sem hún ferðast um heiminn og fjallar um veiði og veiðitengd málefni. Var hún stödd á Skotlandi á dögunum, nánar tiltekið á eyjunni Islay, sem helst er þekkt fyrir blómlega viský-framleiðslu. Þar mundaði hún byssuna, klædd í feluliti og felldi hún ásamt ferðafélaga sínum villtar geitur sem hafast við á eyjunni. „Náði fullkomnu 200 jarda skoti og náði honum,“ skrifar hún við eina myndina. Þá bætir hún við að hún bjóði upp á veiðiferðir í Skotlandi. Veiðin, sem og tilboð um veiðiferðir, ,virðist hafa ofboðið fjölmörgum íbúum eyjunnar sem og skoska þingmanninum Michael Russel sem segir að þrátt fyrir að það sé ekkert sem banni veiði á geitunum sé framkoma Switlyk til skammar View this post on InstagramBeautiful wild goat here on the Island of Islay in Scotland. Such a fun hunt!! They live on the edge of the cliffs of the island and know how to hide well. We hunted hard for a big one for 2 days and finally got on this group. Made a perfect 200 yard shot and dropped him with the @gunwerks and @nightforce_optics ! ( Good thing too because he could have ran off the cliff into the water). Ever interested in hunting Scotland and doing some whisky tours, email larysa@detailcompany.com ! A post shared by Larysa Unleashed (@larysaunleashed) on Oct 22, 2018 at 8:07am PDT „Að sjá fólk í felulitum með öflug skotvopn fagna því að hafa drepið geit, hvað þá geithafur, er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Russel í samtali við BBC. Sagði hann að fjölmargir hefðu haft samband við sig en Russel er þingmaður héraðsins sem Islay tilheyrir. Segist hann hafa vakið athygli umhverfisráðherra Skotlands á veiðunum til þess að sjá hvað hægt væri að gera í málinu. „Ég tel að þetta sé óæskilegt og ósmekklegt,“ sagði Russel. „Svona er 21. aldar Skotland ekki. Svona er 21. aldar Islay ekki.“
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira