Fótbolti

Liverpool græddi tvöfalt meira en United á Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brot Sergio Ramos á Mohamed Salah var einn helsti umræðupunktur eftir úrslitaleikinn í vor
Brot Sergio Ramos á Mohamed Salah var einn helsti umræðupunktur eftir úrslitaleikinn í vor vísir/getty
Liverpool þénaði mest af ensku liðunum á Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili en Manchester United minnst.

Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn og fékk fyrir það 77 milljónir punda, þar af 25 milljónir punda í sjónvarpstekjur. Enska liðið var þó ekki það sem þénaði næst mest. Roma, sem datt út fyrir Liverpool í undanúrslitunum, þénaði næst mest á keppninni síðasta tímabil.

Nágrannarnir og erkifjendurnir í Manchester United fengu meira en helmingi minni tekjur en Liverpool.

United fékk 35 milljónir punda í heildina og aðeins tæpar 12 milljónir af því voru sjónvarpstekjur þrátt fyrir að hafa komist í 16-liða úrslit.

Manchester-liðið fékk hins vegar hærri frammistöðugreiðslu heldur en Liverpool, lærisveinar Jose Mourinho fengu 7,21 milljónir en Liverpool 5,6 milljónir punda.

Hæstu frammistöðugreiðsluna fékk Tottenham, 7,65 milljónir punda. Paris Saint-Germain og Bayern München fengu svipaða upphæð og United.

Af ensku liðunum fékk Chelsea hæstu sjónvarpstekjurnar, þeir bláklæddu fengu tæpar 36 milljónir. Chelsea þénaði næst mest af ensku liðunum í heildina, 57 milljónir.

Manchester City þénaði 56 milljónir punda í heildina og Tottenham 54.

Meistararnir Real Madrid þénuðu mest af öllum, 78 milljónir.

Samtals greiðslur UEFA til félaganna í keppninni voru yfir milljarð punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×