Innlent

Mismunandi forsendur í útreikningi á launamun

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum.

Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%.

Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum.

„Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna.

Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR.

Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum.

„Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.

Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjanna
Hún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun.  Þar hljótum við að byrja  þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún .

Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu.

„Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi.

Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa

„Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×