Körfubolti

Jóhann: Lykilmenn í tómu rugli

Sindri Ágústsson skrifar
Jóhann var pirraður í kvöld.
Jóhann var pirraður í kvöld. vísir/vilhelm
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ekki sáttur eftir tapið gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Hann var mjög ósáttur með sína menn undir lok leiks.

„Það var kafli þarna í fjórða leikhluta sem við hentum þessu bara frá okkur. Ákvarðanatökur sóknarlega bara sem fyrr alveg út úr kú og lykilmenn voru bara í tómu rugli,” sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik.

Það var margt sem klikkaði hjá gestunum frá Grindavík í kvöld. Jóhann sagðist geta talið lengi um hvað fór úrskeiðis í kvöld og var geinilega ósáttur með margt hjá sínu liði.

„Varnarlega erum við að spila illa og vorum að fá okkur alltof mikið af stigum. Færslur voru fáranlega slakar, sóknarlega var skotavalið lélegt og settum ekki niður góð skrín. Við vorum að taka hetjuskot aftur og aftur,” sagði ósáttur Jóhann eftir leik.

Jóhann lét stór orð falla eftir síðasta leik sem var gegn Keflavík þegar hann sagðist vera að íhuga að hætta með liðið.

Í samtali við Vísi eftir leik í kvöld var hann spurður út í þessi orð en hann vildi ekki tjá sig um þessi mál í þetta skiptið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×