Gylfi á skotskónum er Everton tapaði á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjórða mark Gylfa á Old Trafford. Magnaður.
Fjórða mark Gylfa á Old Trafford. Magnaður. vísir/getty
Manchester United er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Everton í hörkuleik á Old Trafford í dag.

United fékk umdeilda vítaspyrnu á 27. mínútu er Idrissa Guye var dæmdur brotlegur fyrir brot á Anthony Martial. John Moss, dómari leiksins, var ekki í vafa og benti á punktinn.

Á punktinn steig Paul Pogba og tók sitt athyglisverða tilhlaup. Hann lét þó Jordan PIckford verja frá sér en tók sjálfur frákastið og skoraði.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Anthony Martial tvöfaldaði forystuna er hann skoraði með frábæru skoti í fjærhornið. Enski landsliðsmarkvörðurinn kom engum vörnum við.

Everton fékk þó færin til þess að koma sér inn í leikinn og gestirnir fengu vítaspyrnu á 77. mínútu. Á punktinn steig Gylfi Sigurðsson og skoraði. Þetta var fjórða mark Gylfa á Old Trafford.

Nær komust gestirnir ekki en Gylfi og félagar eru í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig. Gylfi spilaði allan leikinn í dag. United er sæti ofar með tveimur stigum meira.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira