Viðtækt samstarf gegn kynlífsmansali Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2018 20:00 Samkvæmt lögreglunni eru 50 til 60 starfandi vændiskonur á hverju tímabili í Reykjavík og nýta þær sér hótel og gistiheimili undir starfsemi sína. Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar vill koma á samvinnu lögreglu, borgarinnar, hótela og gistihúsa til að reyna að sporna við vændi og kynlífsmansali í borginni. Ofbeldisvarnarnefnd Reykavíkurborgar hélt vinnustofu í dag með lögreglunni og eigendum hótela og gistihúsa. Kynnt var verkefni sænsku góðgerðarsamtakanna Real stars gegn kynlífsmansali. Samtökin hafa meðal annars unnið náið með hótelum og öðrum aðilum í ferðamannaiðnaðinum. Þau fyrirtæki eru í aukinni hættu á að tengjast mansali. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður nefndarinnar, vill koma á viðtæku samstarfi. „Reykajvíkurborg finnst mikilvægt að taka þetta skref og sýna að við viljum vera borg þar sem að vændi viðgengst ekki og fólk er ekki selt og keypt eins og hver annar varningur. Svo bara þarf að skoða það hvort að þarna sé kominn grundvöllur fyrir auknu samstarfi til þess að koma í veg fyrir það að hér viðgangist þessi starfsemi. Mikið af þessu er auðvitað á hótelum og gististöðum af því að þetta er skipulögð glæpastarfsemi," segir Heiða. Kynlífsmansal á sér stað á Íslandi Hvergi í heiminum er fjöldi kynlífsþræla á mann meiri en í Evrópu og eru 25 prósent af brotaþolum undir 18 ára aldri. Lögreglan segir vanta vitundarvakningu og aukna meðvitund í samfélaginu því enginn vafi leiki á að kynlífsmansal eigi sér stað hér á landi. Ákjósanlegt sé að horfa til Sviþjóðar. „Svíar hafa raunverulega verið með mjög sterka vitundarvakningu. Þar sem fyrirtækin og hótelkeðjurnar hafa stígið inn og sett sér ákveðnar verklagsreglur og hafa kynnt þeim sem þangað koma að hótelið sætti sig ekki við að það sé notað í þessum tilgangi. Þeir eru með mjög skíra samfélagsvitund í því," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og Guðmundur Birgisson hótelstjóri bætir við: „Maður hefur svosem heyrt af þessu í gegnum tíðina að þetta hafi komið upp á hótelum. þetta eru viðkvæm mál en núna væri gott skref að fara að vinna að vissum vinnureglum sem fólk getur þá nýtt sér," segir hann. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Samkvæmt lögreglunni eru 50 til 60 starfandi vændiskonur á hverju tímabili í Reykjavík og nýta þær sér hótel og gistiheimili undir starfsemi sína. Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar vill koma á samvinnu lögreglu, borgarinnar, hótela og gistihúsa til að reyna að sporna við vændi og kynlífsmansali í borginni. Ofbeldisvarnarnefnd Reykavíkurborgar hélt vinnustofu í dag með lögreglunni og eigendum hótela og gistihúsa. Kynnt var verkefni sænsku góðgerðarsamtakanna Real stars gegn kynlífsmansali. Samtökin hafa meðal annars unnið náið með hótelum og öðrum aðilum í ferðamannaiðnaðinum. Þau fyrirtæki eru í aukinni hættu á að tengjast mansali. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður nefndarinnar, vill koma á viðtæku samstarfi. „Reykajvíkurborg finnst mikilvægt að taka þetta skref og sýna að við viljum vera borg þar sem að vændi viðgengst ekki og fólk er ekki selt og keypt eins og hver annar varningur. Svo bara þarf að skoða það hvort að þarna sé kominn grundvöllur fyrir auknu samstarfi til þess að koma í veg fyrir það að hér viðgangist þessi starfsemi. Mikið af þessu er auðvitað á hótelum og gististöðum af því að þetta er skipulögð glæpastarfsemi," segir Heiða. Kynlífsmansal á sér stað á Íslandi Hvergi í heiminum er fjöldi kynlífsþræla á mann meiri en í Evrópu og eru 25 prósent af brotaþolum undir 18 ára aldri. Lögreglan segir vanta vitundarvakningu og aukna meðvitund í samfélaginu því enginn vafi leiki á að kynlífsmansal eigi sér stað hér á landi. Ákjósanlegt sé að horfa til Sviþjóðar. „Svíar hafa raunverulega verið með mjög sterka vitundarvakningu. Þar sem fyrirtækin og hótelkeðjurnar hafa stígið inn og sett sér ákveðnar verklagsreglur og hafa kynnt þeim sem þangað koma að hótelið sætti sig ekki við að það sé notað í þessum tilgangi. Þeir eru með mjög skíra samfélagsvitund í því," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og Guðmundur Birgisson hótelstjóri bætir við: „Maður hefur svosem heyrt af þessu í gegnum tíðina að þetta hafi komið upp á hótelum. þetta eru viðkvæm mál en núna væri gott skref að fara að vinna að vissum vinnureglum sem fólk getur þá nýtt sér," segir hann.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira