Blaðsíða sex Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun