Körfubolti

Durant stigahæstur í öruggum sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. vísir/getty
Kevin Durant var í miklu stuði í öruggum sigri Golden State á New York Knicks í nótt en hann skoraði 41 stig og 25 stig í fjórða leikhlutanum.

 

Fyrir leikinn í nótt hafði Golden State unnið alla sína leiki nema einn og því í fínustu málum í Vesturdeildinni.

 

Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn allan tímann eftir fyrsta leikhluta voru bæði lið búin að skora 25 stig. Í öðrum leikhluta var engin breyting á gangi mála og skoruðu liðin aftur jafn mikið af stigum og því var staðan jöfn í leikhlé.

 

Liðsmenn New York Knicks mættu aðeins öflugri til leiks í þriðja leikhluta og voru með þriggja stiga forystu þegar honum lauk.

 

Það var hinsvegar í fjórða leikhluta þar sem liðsmenn Golden State fóru upp um gír og algjörlega völtuðu yfir Knicks með því að skora 47 stig í þeim leikhluta gegn aðeins 15 frá Knicks. Það var Kevin Durant sem skoraði sjálfur 25 stig í þessum leikhluta og mætti því segja að hann hafi landað sigrinum. Lokastaðan var því 128-100.

 

Stigahæstur í liði Golden State var Kevin Durant með 41 stig, fimm stoðsendingar og níu sóknarfráköst. Næst stigahæstur hjá Golden State var síðan að sjálfsögðu Stephen Curry en hann setti 29 stig.

 

Stigahæstur hjá New York Knicks var Tim Hardaway með 24 stig á meðan Frank Ntilikina var næstur á eftir honum með 17 stig.

 

Úrslit næturinnar:

 

Hornets 135-106 Bulls

Knicks 100-128 Warriors

Raptors 116-107 Mavericks

Rockets 113-133 Clippers

Timberwolves 95-125 Bucks

Pelicans 117-115 Nets

Kings 116-112 Wizards

 

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leik Golden State og New York Knicks.

 

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×