Enski boltinn

Cantona: Heilu kynslóðirnar að fara til spillis undir stjórn Mourinho

Dagur Lárusson skrifar
Cantona er ekki sáttur.
Cantona er ekki sáttur. vísir/getty
Eric Cantona, fyrrum leikmaður og fyrirliði Manchester United, segist þjást þessa daganna þegar hann horfir á Manchester United spila undir stjórn Mourinho.

 

Framtíð Mourinho hjá United hefur verið í brennidepli síðustu vikurnar og hefur fyrrum fyrirliðinn látið sína skoðun sterkt í ljóst en hann telur meðan annars að heilu kynslóðirnar af ungum leikmönnum United sé að fara til spillis undir stjórn Portúgalans.

 

„Þú getur auðvitað alltaf tapað leikjum, en þú verður líka að taka áhættur. Þú tapar gegn Juventus og þeir eru með boltann 70% af leiknum á Old Trafford. Getið þið ímyndað ykkur þetta gerast með Ferguson á hliðarlínunni?“ 

 

„Ég þjáist þegar ég horfi á liði spila þessa daganna og þá sérstaklega þegar ég sé City spila svona vel á sama tíma.“

 

„Ungu strákarnir í unglingaliðunum verða að hafa góðar fyrirmyndir. Þeir verða að hafa frábæra leikmenn í aðalliðinu sem þeir geta litið upp til og miðað spilamennsku sinni eftir en það er ekki hægt núna. Ég tel að United sé að missa af heilu kynslóðunum af ungum leikmönnum.“ 

 

„Þessir ungu leikmenn miða spilamennsku sinni núna útfrá því hvernig City spilar. Getum við sætt okkur við það? Nei.“  

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×