Enski boltinn

Guardiola: Barátta milli fimm liða

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist vera sannfærður um það að baráttan um ensku úrvalsdeildina sé á milli fimm liða á þessu tímabili.

 

Guardiola og hans menn stungu af á síðasta tímabili og áttu hin liðin í raunininni ekki roð í þá bláklæddu. Guardiola er þó sannfærður um það að annað verði uppá teningnum á þessu tímabili.

 

„Það er aðeins tveggja stiga munur á fimm eða sex liðum sem þýðir að samkeppnin er mikil. Tottenham er til dæmis alltaf þarna.“

 

„Í báðum leikjunum á síðasta tímabili vorum við þó ekki í miklum vandræðum með þá, en þeir eru samt með frábært lið.“

 

Aðspurður út í það hvort að baráttan sé í raun og vera milli fimm liða í ár svaraði hann játandi.

 

„Ég efast engan veginn um það, þetta verður barátta á milli City, Liverpool, Chelsea, Tottenham og Arsenal.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×