Fótbolti

Ótrúlegt jafntefli hjá Helsingborg│Andri Rúnar tekinn útaf í hálfleik

Dagur Lárusson skrifar
Andri Rúnar í leik með Helsingborg.
Andri Rúnar í leik með Helsingborg. Mynd/Fésbókarsíða Helsingborgar
Andri Rúnar Bjarnason var í byrjunarliði Helsingborg gegn Östers í sænska boltanum í dag en Andri Rúnar skoraði fyrir Helsingborg í síðustu umferð.

 

Fyrir leikinn var Helsingborg með 59 stig í efsta sæti deildarinnar eftir 27 leiki.

 

Eftir heldur jafnan hálftíma komust liðsmenn Helsinborg yfir með marki frá Mohammed Abubakari. Sú forysta var þó ekki langlíf því áður en flautað var til hálfleiks fengu liðsmenn Östers vítaspyrnu og skoraði Simon Helg úr henni.

 

Liðsmenn Helsingborg mættu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleikinn en þeir náðu forystunni strax á 52. mínútu með marki frá Andrea Granqvist. Mohammed Abubakari bætti síðan við sínu öðru marki á 56. mínútu og kom Helsingborg í 3-1 forystu.

 

Á 60. mínútu skoraði síðan Rasmun Joensson og kom Helsingborg í 4-1 forystu og allt stefndi í öruggan sigur Helsingborg en önnur varð raunin.

 

Liðsmenn Östers gerðu sér lítið fyrir og skoruðu 3 mörk á síðustu 7 mínútum leiksins og tryggðu sér því jafntefli 4-4.

 

Andri Rúnar Bjarnason var tekinn útaf í leikhlé en ekki er vitað hvort að hann hafi verið að glíma við meiðsli.

 

Eftir leikinn er Helsingborg með 60 stig í efsta sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×