Innlent

ASÍ borist ábendingar vegna vinnu fanga

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton Brink
Alþýðusamband Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinna meðal annars störfum iðnaðarmanna og fá eingöngu greiddar 400 krónur á tímann. ASÍ gagnrýndi fangelsismálayfirvöld og sagði þau brjóta lög sem og brjóta á mannréttindum fanganna með því að borga þeim ekki samkvæmt kjarasamningum. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku að tekið yrði mið af þessum ábendingum. Hann fundaði með fangelismálayfirvöldum í gær um málið.

„Niðurstaðan var bara sú að við höfum ákveðið að hætta að taka að okkur verkefni sem nauðsynlegt verður að vinna utan fangelsanna. Það er vegna þess að við getum ekki 100% útilokað að einhverjir aðrir vilji ekki þau verkefni á einhverjum tímapunkti. Við viljum ekki taka þá sénsa og í þessu felst jafnframt ákveðinn sparnaður fyrir fangelsiskerfið,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Ítrekað var í yfirlýsingunni að ASÍ er ekki á móti betrunarvinnu fanga en fari hún fram utan fangelsis þá sé það brot á lögum að borga ekki samkvæmt kjarasamningum.

Af hverju ekki að bjóða þeim vinnu utan fangelsis og borga þeim samkvæmt kjarasamning? „Einfaldlega vegna þess að þetta er kennsla í virkni sem þarna fer fram. Við erum ekki samkeppnishæf um verkefni við nokkra aðra eins staðan er í dag,“ segir Páll.


Tengdar fréttir

Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×