Enski boltinn

De Gea: Verðum að bæta okkur

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
David De Gea, markvörður United, viðurkennir í viðtalið við Sky Sports að tímabilið hingað til hefur verið mjög slakt hjá liðinu og þeir verði að bæta sig.

 

Það hefur verið mikið talað um framtíð José Mourinho hjá félaginu síðustu vikur eftir heldur lélegt gengi og segir De Gea að leikmenn liðsins séu í engri afneitun.

 

„Við verðum að vera hreinskilnir með það og segja að þetta er auðvitað ekki búið að vera gott tímabil hingað til.“

 

„Liðið er búið að bjóða upp á nokkrar góðar frammistöður hingað til en á meðan hafa einnig verið margar lélegar frammistöður. Mér líður eins og við höfum of oft verið að treysta á eitthvað ótrúlegt frá sóknarmönnum okkar í loka mínútum leikja.“

 

„Við höfum einnig ekki verið 100% traustir varnarlega. Við erum að bæta okkur en mér finnst við þurfa að bæta okkur allstaðar á vellinum.“

 

„Það virðist vera satt að við þurfum að láta hitt liðið skora til þess að vakna og byrja að spila vel. Við verðum að breyta þessu, taka stjórnina frá byrjun, skapa færi og bæta okkur frá byrjun.“

 

Manchester United mætir Gylfa og félögum í Everton kl 16:00 í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×