Enski boltinn

Emery: Veit ekki hvorn ég mun velja

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að hann sé með ákveðinn hausverk yfir því hvorn hann muni velja til þess að standa í marki Arsenal gegn Crystal Palace í dag, Leno eða Cech.

 

Emery kom flestum af óvörum í byrjun leiktíðar þegar hann byrjaði með Petr Cech í leikjum liðsins í deildinni en flestir voru á því að Bernd Leno myndi vera aðalmarkvörður liðsins. 

 

Síðan þá hefur Cech byrjað flesta leiki Arsenal þar til hann meiddist fyrir nokkrum vikum og hefur Leno því byrjað síðustu leiki liðsins í deildinni. Nú segist Emery ekki vera viss um hvorn hann muni velja þegar Cech er orðinn heill á ný.

 

„Cech er orðinn heill og verður í leikmannahópnum á sunnudaginn, en ég á hinsvegar ennþá eftir að ákveða hvort hann verði í byrjunarliðinu eða ekki.“

 

„Við höfum mikla trú á öllum markvörðunum og ég er mjög ánægður með það hvernig þeir hafa verið að vinna með markvarðarþjálfurunum.“

 

„Þetta er stór ákvörður en einnig mjög jákvæðar aðstæður þar sem þeir sem ég veit að þeir munu báðir standa sig vel ef þeir spila.“

 

„Við erum mjög ánægðir með Leno og hans spilamennsku upp á síðkastið en við vorum einnig ánægðir með Cech áður en hann meiddist.“

 

Leikur Crystal Palace og Arsenal hefst klukkan 13:30 í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×