Enski boltinn

Sjáðu mörkin frá heimsókn Arons og félaga á Anfield í gær

Dagur Lárusson skrifar
Aron Einar í baráttunni í gær.
Aron Einar í baráttunni í gær. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson mætti rauða hernum á Anfield í gær þar sem sóknarlína Liverpool var fór í gang þegar líða fór á leikinn og skoraði Xherdan Shaqiri meðal annars sitt fyrsta mark fyrir liðið.

 

Liðsmenn Liverpool byrjuðu leikinn vel og var það Mohamed Salah sem kom þeim á bragðið á fyrstu mínútum leiksins með marki. Allt tal um markaþurð hjá Egyptanum ætti nú að vera búið.

 

Í seinni hálfleiknum tvöfaldaði Sadio Mané forystu Liverpool með marki. Eftir það mark fóru liðsmenn Cardiff þó að setja pressu á Liverpool og úr því kom mark sem Callum Peterson skoraði. 

 

Næstu mínúturnar reyndu liðsmenn Cardiff að jafna metin og setti þeir því mikið púður í sóknarleikinn og er það alltaf hættuleg á Anfield gegn ógnarsterku skyndisóknarliði Liverpool og náði Liverpool einmitt að nýta sér eina af sínum skyndisóknum til þess að komast í 3-1 og var það Xherdan Shaqiri sem skoraði markið og var það hans fyrsta mark fyrir liðið.

 

Áður en flautað var til leiksloka skoraði Sadio Mané síðan sitt annað mark og innsiglaði sigur Liverpool.

 

Vandræði Fulham héldu síðan áfram á heimavelli gegn Bournemouth og er nokkuð ljóst að starf Jokanovic, stjóra Fulhamm, er langt frá því að vera öruggt. Leiknum lauk með öruggum 0-3 sigri Bournemouth en þeir það var Callum Wilson sem skoraði tvö mörk og David Brooks eitt mark. Eftir þennan leik er Bournemouth í mjög góðum málum í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig.

 

Fulham 3-0 Bournemouth
Liverpool 4-1 Cardiff City
Leicester City 1-1 West Ham United
Watford 3-0 Huddersfield
Brighton 1-0 Wolves
Southampton 0-0 Newcastle
Saturday roundup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×