Handbolti

Grikkir komu til baka og sigruðu Makedóníu

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Íslands og Grikklands.
Úr leik Íslands og Grikklands. vísir/Daníel
Grikkland fór með sigur af hólmi gegn Makedóníu í æsispennandi leik í undankeppni EM 2020.

 

Bæði lið spiluðu í vikunni en Grikkland tapaði fyrir okkur Íslendingum heldur sannfærandi á meðan Makendóna bar sigurorð á Tyrklandi og því þurfi Grikkland nauðsynlega á sigri að halda.

 

Leikurinn var jafn og æsispennandi frá upphafi til enda en í fyrri hálfleiknum var Makedónía yfirleitt með forystuna og var staðan 13-12 fyrir Makedóníu í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Makedóníu virtust ætla að sigla fram úr Grikklandi í byrjun seinni hálfleiksins en þá fóru Grikkirnir af stað fyrir alvöru.

 

Liðsmenn Grikkja minnkuðu hægt og rólega forskot Makedóníu og komust yfir á lokasprettinum og unnu að lokum sigur 28-26.

 

Þessi úrslit eru frábær fyrir okkur Íslendinga en þau þýða að Ísland er eitt á toppi riðilsins með fjögur stig á meðan Grikkland og Makedónía deila öðru sæti með tvö stig og er Tyrkland á botninum með engin stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×