Nýr formaður Neytendasamtakanna segir að berjast þurfi gegn háum húsnæðisvöxtum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. október 2018 18:30 Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki. Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki.
Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07