Lífið

Stærsti street dans viðburður ársins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Í dag fór fram street dans einvígi en um var að ræða stærsta street dans viðburð ársins hér á landi. Keppendur þurftu að spinna dansspor á staðnum, en um 600 manns stunda íþróttina hérlendis.

Dansskóli Brynju Péturs stóð fyrir einvíginu en um var að ræða kraftmikla keppni milli tveggja dansara þar sem allur dans var spunninn á staðnum.

„Hér er litla einvígið að hefjast. Þetta er stærsti street dans viðburður á Íslandi og við byrjum á battli fyrir litlu krúttin, þau eru 10 til 14 ára og eru að hita sig upp,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dansskóla Brynju Péturs.

Keppendur höfðu 30-40 sekúndur til að fullvissa dómendur um að þeirra dansverk væri betra en dans mótherjans. Brynja segir street heiminn á Íslandi fara stækkandi en nú þegar stunda yfir 600 manns dansstílinn.

Hvað er svona skemmtilegt við þetta?

„Að koma saman, dansa og hlusta á góða tónlist. Þetta er menningin. Við komum saman, við dönsum og höfum gaman,“ segir Brynja.

Hvað er svona skemmtilegt við að dansa?

„Bara allt, bara að læra nýja hluti og svoleiðis,“ segir Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, keppandi.

Að því búnu hófst einvígið og eins og sjá má var allt lagt í sölurnar.

Fjölmennt var í dansskólanum í dagSkjáskot úr frétt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×